Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 00:03
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Sextán ára með tvær fernur á tveimur vikum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KH 0 - 8 Fjölnir
0-1 Emilía Lind Atladóttir ('3 )
0-2 María Sól Magnúsdóttir ('23 )
0-3 Emilía Lind Atladóttir ('24 )
0-4 María Sól Magnúsdóttir ('36 )
0-5 Freyja Dís Hreinsdóttir ('40 )
0-6 María Sól Magnúsdóttir ('43 )
0-7 María Sól Magnúsdóttir ('73 )
0-8 Oliwia Bucko ('86 )

Fjölniskonur léku sér að KH er liðin áttust við í B-úrslitum 2. deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld.

María Sól Magnúsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í leiknum, en hún er nú komin með tíu mörk í úrslitakeppninni og var þetta þá önnur fernan sem hún skorar á síðustu tveimur vikum.

Í fyrstu umferð B-úrslita gerði hún fjögur gegn Augnabliki og þá gerði hún tvö í síðasta leik gegn Sindra. María er aðeins 16 ára gömul og er þegar komin með sextán mörk í sautján leikjum (deild- og bikar) með meistaraflokki Fjölnis.

Emilía Lind Atladóttir skoraði tvö fyrir Fjölni í kvöld og þá komust þær Freyja Dís Hreinsdóttir og Oliwia Bucko einnig á blað.

Fjölnir í efsta sæti B-úrslita með 29 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. KH er í öðru sæti með 20 stig.
2. deild kvenna - B úrslit
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 17 9 3 5 54 - 22 +32 30
2.    KH 17 7 3 7 33 - 48 -15 24
3.    Sindri 17 5 3 9 39 - 69 -30 18
4.    Augnablik 17 5 2 10 29 - 54 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner