Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Barca selur Faye til Rennes og lánar Roque til Betis
Mynd: Getty Images
Barcelona er að ljúka við aðgerðir sínar á félagaskiptaglugga sumarsins og á aðeins eftir að losa sig við nokkra leikmenn fyrir gluggalok.

Franski varnarmaðurinn Clément Lenglet er á leið til Atlético Madrid á lánssamningi eftir að hafa verið hjá Tottenham og Aston Villa á síðustu leiktíð.

Auk hans verður Brasilíumaðurinn efnilegi Vitor Roque lánaður burt frá félaginu eftir ósætti á milli hans og stjórnarmanna Barcelona. Roque, sem leikur sem framherji, er á leið til Real Betis á láni þar sem hann getur fengið að sanna gæðin sín í spænska boltanum.

Að lokum verður miðvörðurinn ungi Mikayil Faye seldur til Rennes í Frakklandi, en Barcelona heldur endurkaupsrétti á leikmanninum.

Barca keypti Dani Olmo, Mamadou Fall og Pau Victor í sumar en missti Ilkay Gündogan, Oriol Romeu, Chadi Riad, Marc Guiu og Julian Araujo frá sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner