Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 10:52
Ívan Guðjón Baldursson
Eberl um De Ligt: Ekki hægt að gera eins og Chelsea
Mynd: Man Utd
Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá FC Bayern, var spurður út í söluna á hollenska miðverðinum Matthijs de Ligt til Manchester United.

Man Utd borgaði um 50 milljónir evra til að kaupa De Ligt sem þykir heldur lágt verð fyrir leikmann í hans gæðaflokki og hefur salan verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi.

Stuðningsfólk Bayern er ekki sagt vera sátt þar sem De Ligt var í miklu uppáhaldi og þá segir frétt frá Athletic að nýráðinn þjálfari Bayern, Vincent Kompany, hafi heldur ekki gefið samþykki fyrir sölunni. Kompany er sagður hafa viljað halda De Ligt og ætlaði að gefa honum lykilhlutverk í hjarta varnarinnar.

„Ég skil að hann var í uppáhaldi meðal stuðningsfólks en við í stjórn félagsins getum ekki tekið ákvarðanir eftir geðþótta stuðningsfólks hverju sinni," sagði Eberl þegar hann var spurður út í söluna á De Ligt.

„Við tókum þessa ákvörðun ásamt Kompany um að velja frekar að nota örvfættan miðvörð vinstra megin í vörninni. Þess vegna keyptum við Hiroki (Ito) í sumar og eftir það neyddumst við til að selja De Ligt. Það er ekki hægt að mæta inn í tímabil með 35 leikmanna hóp, eða gera eins og Chelsea og mæta til leiks með 45 manna hóp.

„Við notuðum pening til að kaupa Olise, Palhinha og Hiroki. Við neyddumst til að selja De Ligt."

Athugasemdir
banner
banner
banner