Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 13:27
Ívan Guðjón Baldursson
England: Brighton sigraði Man Utd í uppbótartíma
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brighton 1 - 1 Man Utd
1-0 Danny Welbeck ('32)
1-1 Amad Diallo ('60)

Brighton og Manchester United mættust í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og var hart barist á Falmer leikvanginum í Brighton.

Það ríkti þokkalegt jafnræði á vellinum en heimamenn tóku forystuna á 32. mínútu þegar Danny Welbeck skoraði af stuttu færi eftir góða sókn.

Það leið mínúta þar til gestirnir frá Manchester settu boltann í netið en Marcus Rashford var dæmdur rangstæður og því hélst staðan áfram í 1-0.

Rauðu djöflarnir náðu að gera jöfnunarmark í síðari hálfleik þegar Amad Diallo slapp í gegn eftir góða sendingu frá Noussair Mazraoui. Þeir áttu góðan kafla eftir jöfnunarmarkið en tókst ekki að skora löglegt mark. Alejandro Garnacho komst næst því en Joshua Zirkzee var í rangstöðu og því ekki gilt mark.

Bæði lið fengu hálffæri til að skora og virtust heimamenn líklegri, en boltinn rataði ekki í netið fyrr en seint í uppbótartíma. Simon Adingra átti þá glæsilega stoðsendingu á Joao Pedro meðan varnarmenn Man Utd steinsváfu í vítateignum.

Brighton er því með sex stig eftir tvær umferðir á meðan Man Utd situr eftir með þrjú stig. Frábær byrjun hjá Fabian Hürzeler, yngsta þjálfara í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner