Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 16:01
Ívan Guðjón Baldursson
England: Haaland með þrennu og Son tvennu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fimm leikjum var að ljúka á sama tíma í ensku úrvalsdeildinni þar sem Manchester City og Tottenham unnu þægilega sigra á heimavelli gegn Ipswich Town og Everton.

Man City lenti óvænt undir gegn nýliðum Ipswich en Englandsmeistararnir voru snöggir að svara fyrir sig. Erling Haaland skoraði tvö og gerði Kevin De Bruyne eitt til að snúa stöðunni við með þremur mörkum á fjögurra mínútna kafla.

Ipswich átti ekki möguleika gegn City sem komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta marki við leikinn áður en Haaland fullkomnaði þrennuna með glæsilegu marki. Lokatölur 4-1 og er Man City með sex stig eftir tvær umferðir á meðan Ipswich er án stiga, eftir leiki gegn Liverpool og City.

Tottenham skoraði þá fjögur mörk gegn Everton, þar sem Son Heung-min var atkvæðamestur með tvennu og komst hann nálægt því að skora þrjú en tókst ekki.

Yves Bissouma skoraði frábært mark með bylmingsskoti utan vítateigs og skallaði Cristian Romero hornspyrnu í netið í 4-0 sigri. Tottenham er með sex stig eftir tvær umferðir og er Everton án stiga.

West Ham United sigraði þá á útivelli í Lundúnaslag gegn Crystal Palace þar sem Tomas Soucek og Jarrod Bowen skoruðu mörkin, á meðan Fulham og Nottingham Forest sigruðu leiki sína gegn nýliðum Leicester City og Southampton.

Fyrrum Arsenal-mennirnir Emile Smith Rowe og Alex Iwobi skoruðu mörkin í sigri Fulham.

Aston Villa og Arsenal eigast við í lokaleik dagsins.

Manchester City 4 - 1 Ipswich Town
0-1 Sammie Szmodics ('7 )
1-1 Erling Haaland ('12 , víti)
2-1 Kevin De Bruyne ('14 )
3-1 Erling Haaland ('16 )
4-1 Erling Haaland ('88 )

Tottenham 4 - 0 Everton
1-0 Yves Bissouma ('14 )
2-0 Son Heung-Min ('25 )
3-0 Cristian Romero ('71 )
4-0 Son Heung-Min ('77 )

Crystal Palace 0 - 2 West Ham
0-1 Tomas Soucek ('67 )
0-2 Jarrod Bowen ('72 )

Fulham 2 - 1 Leicester City
1-0 Emile Smith-Rowe ('18 )
1-1 Wout Faes ('38 )
2-1 Alex Iwobi ('70 )

Southampton 0 - 1 Nott. Forest
0-1 Morgan Gibbs-White ('70 )
Athugasemdir
banner
banner
banner