Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   lau 24. ágúst 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Guehi talar eins og hann verði áfram hjá Palace
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc Guehi, varnarmaður Crystal Palace á Englandi, gefur það sterklega til kynna að hann verði áfram hjá félaginu út þetta tímabil.

Englendingurinn hefur verið orðaður við Newcastle United síðustu daga en félögin hafa ekki enn náð saman um kaupverð.

Joachim Andersen var seldur í gær til Fulham og væri það mikið högg að missa annan lykilmann úr vörninni.

Guehi, sem tekur við fyrirliðabandinu gegn West Ham í dag, talar eins og hann verði áfram.

„Það er mikill heiður fyrir mig að vera gerður að fyrirliða félagsins. Núna förum við inn í tímabilið með vonir um að geta skapað svipaðan skriðþunga og við náðum í lok síðasta tímabils,“ sagði Guehi.

Samkvæmt ensku miðlunum eru Newcastle og Palace að nálgast samkomulag um Guehi sem mun kosta þá svarthvítu um 70 milljónir punda, það er að segja ef varnarmaðurinn samþykkir samningstilboðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner