Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 14:10
Ívan Guðjón Baldursson
Hürzeler: Verðskuldaður sigur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fabian Hürzeler, yngsti þjálfari úrvalsdeildarsögunnar, var kátur eftir 2-1 sigur á heimavelli gegn Manchester United í dag.

Brighton tók á móti Man Utd og vann 2-1 eftir dramatískt sigurmark seint í uppbótartíma.

„Það er alltaf mjög tilfinningaþrungið að vinna með marki sem er skorað á síðustu mínútunum. Að mínu mati þá áttum við þennan sigur skilið. Við áttum góðan leik, alls ekki fullkominn en góðan, og náðum að sigra að lokum," sagði Hürzeler við BBC eftir lokaflautið.

„Það komu líka upp stöður þar sem Man Utd hefði getað unnið leikinn en ég er mjög stoltur af strákunum. Þeir gáfust aldrei upp og uppskáru frábæran sigur. Þetta er mjög mikilvægt merki fyrir mig sem þjálfara að sjá þennan baráttuvilja hjá leikmönnum.

„Við vorum betra liðið í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Við fengum fullt af færum og svo skoruðu þeir jöfnunarmark upp úr þurru. Eftir það tóku þeir stjórn á leiknum en svo skoruðu þeir rangstöðumark og eftir það tókum við aftur stjórnina og uppskárum sigur sem mér finnst verðskuldaður."


Hürzeler var að lokum spurður út í Joao Pedro sem skoraði sigurmarkið og hrósaði honum í hástert að leikslokum. Hann er sérstaklega ánægður með vinnuframlag Pedro og hvernig hann gefst aldrei upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner