Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 11:26
Ívan Guðjón Baldursson
Jack Clarke búinn í læknisskoðun hjá Ipswich
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sky Sports er meðal fjölmiðla sem greina frá því að Jack Clarke hafi staðist læknisskoðun hjá Ipswich Town, nýliðum í ensku úrvalsdeildinni.

Búist er við að kantmaðurinn verði tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins á næsta sólarhring.

Ipswich borgar 18 milljónir punda fyrir Clarke sem kemur til félagsins úr röðum Sunderland, en Clarke var meðal bestu leikmanna ensku Championship deildarinnar á síðustu leiktíð.

Hann skoraði 15 mörk og gaf 4 stoðsendingar í 40 deildarleikjum og er kominn með mark og stoðsendingu eftir tvær umferðir á nýju tímabili.

Clarke er 23 ára gamall og rennur 25% af upphæðinni sem Ipswich greiðir fyrir leikmanninn í kassann hjá Tottenham eftir að félagið seldi Clarke til Sunderland fyrir tveimur árum síðan.

Clarke er uppalinn hjá Leeds og hóf ferilinn með félaginu áður en hann var fenginn til Tottenham sumarið 2019. Leikmaðurinn lék 6 leiki fyrir U20 landslið Englands en hefur ekki komið við sögu fyrir enskt landslið síðan 2020.
Athugasemdir
banner
banner