Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   lau 24. ágúst 2024 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Jenas sendi óviðeigandi skilaboð: Dauðskammast mín
Mynd: EPA
Fyrrum úrvalsdeildarleikmaðurinn Jermaine Jenas var rekinn úr starfi sínu sem fótboltasérfræðingur hjá BBC á dögunum.

Ekki var greint frá ástæðu uppsagnarinnar en orðrómar voru komnir á kreik og ákvað Jenas að bregðast við með að segja sinn sannleika og viðurkenna hegðun sína.

   22.08.2024 15:41
Jenas rekinn frá BBC vegna ásakana um óviðeigandi hegðun


Jenas ræddi við The Sun og viðurkenndi að hafa sent mikinn fjölda kynferðislegra skilaboða til samstarfskonu sinnar hjá BBC eftir að hafa fengið símanúmerið hennar.

Jenas sagðist dauðskammast sín fyrir hegðun sína og lýsti því hvernig hann var rekinn frá BBC, í gegnum myndbandssímtal meðan hann var í fríi á Marbella á Spáni með eiginkonu sinni og fjórum börnum.

Jenas hefur áður gerst sekur um sömu hegðun með öðrum samstarfskonum sínum hjá BBC.

Jenas neitar fyrir að hafa sent óviðeigandi myndir eða myndbrot til kvennanna en viðurkennir að eiga við vandamál að stríða. Hann segist vera að glíma við sjálfseyðingarhvöt og að hann sé nú þegar byrjaður í sálfræðimeðferð vegna þess.

Jenas er 41 árs gamall og hefur verið giftur Ellie Penfold síðustu þrettán ár. Hann segist óttast að hún muni yfirgefa sig eftir þennan skandal.
Athugasemdir
banner
banner