Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhann Berg að fá stórstjörnu með sér í lið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson var á dögunum fenginn í sádi-arabíska boltann þar sem hann fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað frá Al-Orobah, sem eru nýliðar í efstu deild.

Al-Orobah er meðal annars búið að krækja í Jean-Michaël Seri og Emmanuel Boateng í sumar en stjórnarmaður félagsins segir að næsti maður inn sé stórstjarna á heimsmælikvarða.

„Næsti leikmaður sem kemur til félagsins verður þriðja stærsta nafnið í sádi-arabísku deildinni eftir Cristiano Ronaldo og Neymar," segir Mons Al-Shammeri.

„Leikmaðurinn er í læknisskoðun og verður tilkynntur á næstu dögum."

Slúðrað hefur verið um að umræddur leikmaður sé Sergio Ramos, fyrrum fyrirliði Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner