Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Jordan Ayew til Leicester (Staðfest)
Mynd: Leicester
Ganamaðurinn Jordan Ayew er mættur til Leicester City frá Crystal Palace fyrir fimm milljónir punda.

Þessi 32 ára gamli sóknarmaður spilaði 212 leiki og skoraði 23 mörk í treyju Palace en hann lék með liðinu í sex ár.

Viðræðurnar Leicester og Palace gengu hratt fyrir sig. Nýliðarnir greiða fimm milljónir punda. Ef hann nær ákveðnum áföngum mun kaupverðið hækka um 2,5 milljónir punda.

Samningur Ayew gildir til 2026 en hann er kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn Fulham í dag.

Jordan er yngri bróðir Andre Ayew, sem var eitt sinn á mála hjá West Ham, Swansea og Nottingham Forest. Faðir þeirra er Gana-goðsögnin Abedi Pele, en hann var í liði Marseille sem vann Meistaradeild Evrópu árið 1993.


Athugasemdir
banner
banner