Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 16:40
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Grindavík forðast fallbaráttuna með frábærum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
FHL 1 - 4 Grindavík
0-1 Helga Rut Einarsdóttir ('11 )
0-2 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('30 )
0-3 Keelan Terrell ('51 , Sjálfsmark)
0-4 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('71 )
1-4 Selena Del Carmen Salas Alonso ('77 )

FHL er búið að sigra Lengjudeild kvenna með miklum yfirburðum en var að tapa öðrum leiknum sínum í röð í dag, þegar liðið tók á móti Grindavík.

Helga Rut Einarsdóttir og Sigríður Emma Jónsdóttir skoruðu mörk Grindvíkinga í fyrri hálfleik og leiddu gestirnir 0-2 í leikhlé.

Keelan Terrell, markvörður FHL, fékk skráð á sig sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiks áður en Sigríður Emma gerði endanlega út um viðureignina með fjórða marki Grindavíkur.

Selena Alonso skoraði fánamark fyrir FHL á 77. mínútu og urðu lokatölur 1-4.

Þetta er frábær sigur fyrir Grindavík sem er svo gott sem búið að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Lengjudeildinni eftir tvo sigra í röð. Liðið er með 20 stig eftir 16 umferðir, sex stigum fyrir ofan fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner