Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 16:50
Ívan Guðjón Baldursson
Midtjylland vann Íslendingaslag - Willum kom við sögu í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Birmingham City
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins víða um Evrópu, þar sem Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland í Íslendingaslag gegn Sönderjyske í efstu deild danska boltans.

Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason voru í byrjunarliði gestanna en tókst ekki að koma í veg fyrir tap.

Midtjylland hafði betur í fimm marka leik og eru Elías Rafn og félagar á toppi deildarinnar með 14 stig eftir 6 umferðir. Sönderjyske er aðeins komið með 4 stig.

Í þriðju efstu deild enska boltans byrjuðu Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted báðir á varamannabekknum hjá Birmingham í sigri á útivelli gegn Leyton Orient.

Staðan var 1-2 í hálfleik og fékk Willum að spila síðustu 40 mínúturnar, en lokatölurnar stóðu í 1-2. Íslendingaliðið er komið með sjö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju tímabili eftir fall úr Championship deildinni á síðustu leiktíð.

Að lokum var Sveinn Aron Guðjohnsen ónotaður varamaður í jafntefli Hansa Rostock gegn varaliði Borussia Dortmund í þriðju efstu deild þýska boltans.

Midtjylland 3 - 2 Sonderjyske

Leyton Orient 1 - 2 Birmingham

Hansa Rostock 1 - 1 Borussia Dortmund II

Athugasemdir
banner
banner