Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
O'Riley gengur í raðir Brighton - Metsala í skoska boltanum
Mynd: Getty Images
Danski landsliðsmaðurinn Matt O'Riley er á leið til Brighton frá skosku meisturunum í Celtic. Sky Sports greinir frá.

Brighton hefur átt í viðræðum við Celtic síðustu daga um O'Riley en hann kemur til með að fylla skarð Billy Gilmour sem er á leið til Napoli á Ítalíu.

O'Riley er 23 ára gamall miðjumaður sem hefur einnig spilað fyrir Fulham og MK Dons.

Sky segir að Brighton hafi í gær náð samkomulagi við Celtic um kaupverð en félagið greiðir 30 milljónir punda sem verður stærsta sala í sögu skoska fótboltans.

O'Riley mun skrifa undir fimm ára samning við Brighton.
Athugasemdir
banner
banner
banner