Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   lau 24. ágúst 2024 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
O'Riley og Kadioglu í læknisskoðun - 60 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar eru sammála um að Brighton sé svo gott sem búið að ganga frá félagaskiptum fyrir danska miðjumanninn Matt O'Riley og tyrkneska bakvörðinn Ferdi Kadioglu.

Brighton greiðir um 30 milljónir punda fyrir hvorn leikmann og er því að nota 60 milljónir í heildina til að styrkja hópinn hjá sér.

O'Riley kemur úr röðum Skotlandsmeistara Celtic, en Evrópudeildarmeistarar Atalanta reyndu að kaupa hann í sumar en sú tilraun bar ekki árangur þar sem félögin komust ekki saman um kaupverð.

Kadioglu kemur úr röðum tyrkneska stórveldisins Fenerbahce þar sem hann hefur verið lykilmaður undanfarin ár. Kadioglu er einnig mikilvægur hlekkur í tyrkneska landsliðinu.

O'Riley er 23 ára gamall og er Kadioglu 24 ára. Leikmennirnir eru í læknisskoðun hjá Brighton í dag og munu vera tilkynntir sem nýir leikmenn félagsins á næstu dögum.

Brighton er þessa stundina að spila heimaleik gegn Manchester United þar sem staðan er 1-0 fyrir heimamenn í leikhlé.
Athugasemdir
banner
banner