Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sancho og McTominay í ítalska boltann?
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það er tæp vika eftir af félagaskiptaglugga sumarsins og því er ýmislegt til umræðu í slúðurpakka dagsins, sem er tekinn saman af BBC. Í pakka dagsins koma Jadon Sancho, Scott McTominay og Fabio Vieira meðal annars fyrir.


Juventus er í viðræðum við Manchester United um félagaskipti fyrir Jadon Sancho, 24. Man Utd vill 40 milljónir punda en ólíklegt er að Juve sé reiðubúið til að greiða svo mikið fyrir. (Athletic)

Sancho gæti þó farið til Juve á lánssamningi án kaupmöguleika. Man Utd vill helst selja hann en er reiðubúið til að lána hann út ef það finnst enginn kaupandi. (i)

Napoli er í viðræðum við Man Utd um kaup á Scott McTominay, 27, eftir að Brighton hafnaði tilboði í Billy Gilmour. (Sky Sports)

Man Utd er búið að ná samkomulagi við Guidars FC um kaup á 18 ára gömlum miðjumanni, Sekou Kone. Kone er frá Malí og hreif á HM U17 ára landsliða í fyrra. (Fabrizio Romano)

Arsenal virðist vera tilbúið til að gefast upp í tilraunum sínum til að kaupa spænska kantmanninn Nico Williams, 22, frá Athletic Bilbao. (Independent)

Southampton er að íhuga að leggja fram tilboð í enska markvörðinn Aaron Ramsdale, 26, eftir að Arsenal hafnaði lánstilboði frá Ajax í hann. (Mail)

Porto er búið að ná samkomulagi við Arsenal um að fá Fabio Vieira, 24, aftur til sín á lánssamningi. Vieira hefur ekki hrifið nægilega mikið frá því að hann var keyptur til Arsenal fyrir tveimur árum, en hann á þrjú ár eftir af samningi. (Mail)

Brighton er búið að ná samkomulagi við Fenerbahce um kaup á bakverðinum eftirsótta Ferdi Kadioglu. Brighton mun borga 30 milljónir punda fyrir. (Ajansspor)

Ítalski miðvörðurinn Angelo Ogbonna, 36, er að ganga til liðs við Watford eftir að hafa runnið út á samningi hjá West Ham United. (Watford Observer)

Aston Villa er búið að ná samkomulagi við Bologna um að lána Samuel Iling-Junior, 20, aftur í ítalska boltann. (Fabrizio Romano)

Mason Greenwood, 22, virðist ekki eiga afturkvæmt í enska landsliðið og ætlar að spila fyrir Jamaíku í staðinn. Þar mun hann spila undir stjórn Steve McClaren. (Sun)

Liverpool fylgist náið með Piero Hincapié, 22 ára varnarmanni Bayer Leverkusen og ekvadorska landsliðsins. (Football Insider)

Liverpool er að íhuga að kaupa Teun Koopmeiners, 25 ára miðjumann Atalanta, eftir að hafa mistekist að kaupa Martin Zubimendi frá Real Sociedad. (Teamtalk)

Oscar Estupinan, 27 ára framherji Hull City, er á leið til FC Juarez í Mexíkó. (Hull Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner