Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Sergi Roberto til Como (Staðfest) - Paz og Perrone næstir inn
Mynd: Como
Spænski varnarmaðurinn Sergi Roberto hefur samið við ítalska félagið Como til næstu tveggja ára en hann kemur á frjálsri sölu frá Barcelona.

Cesc Fabregas, þjálfari Como, er að nýta samböndin, en hann og Roberto spiluðu saman hjá Börsungum og með spænska landsliðinu.

Roberto yfirgaf Barcelona um mánaðamótin er samningur hans rann út og hefur hann síðustu vikur verið að skoða alla kosti. Bandaríska félagið Inter Miami hafði áhuga á að fá hann, en Roberto var ákveðinn í að spila áfram í Evrópu.

Samningur hans við Como gildir til 2026 með möguleika á að framlengja um annað ár.

Como hefur fengið fullt af áhugaverðum nöfnum í þessum glugga en þar má nefna Raphael Varane, Andrea Belotti, Pepe Reina og Alberto Moreno, en félagið er enn að vinna í að fá tvo til viðbótar.

Á næstu dögum verða tveir efnilegir miðjumenn kynntir, þeir Maximo Perrone og Nico Paz. Perrone er 21 árs gamall og kemur frá Manchester City en Paz er 19 ára gamall og kemur frá Real Madrid.

Como er að spila í Seríu A í fyrsta sinn í 21 ár en liðið lék sinn fyrsta deildarleik síðustu helgi í 3-0 tapi gegn Juventus.


Athugasemdir
banner
banner