Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 13:16
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Zirkzee bjargaði marki fyrir Brighton
Mynd: EPA
Brighton og Manchester United eigast við í fyrsta leik 2. umferðar á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni og er staðan 1-1 þegar nokkrar mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.

Brighton tók forystuna í fyrri hálfleik en Manchester United jafnaði eftir leikhlé og var staðan 1-1 þegar Alejandro Garnacho kom inn af bekknum.

Það leið ekki á löngu þar til Garnacho var kominn í dauðafæri og sendi hann boltann í átt að marklínunni, en þar var Joshua Zirkzee mættur til að pota boltanum í netið þegar hann var kominn alveg að marklínunni.

Zirkzee var þó rangstæður og því var markið dæmt ógilt eftir athugun í VAR-herberginu. Zirkzee tókst þannig að bjarga marki fyrir Brighton.

Þetta var annað rangstöðumark Man Utd í leiknum eftir að Marcus Rashford kom boltanum í netið í fyrri hálfleik.

Sjáðu atvikið
Athugasemdir
banner
banner
banner