Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   lau 24. ágúst 2024 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Southampton að krækja í Bijlow frá Feyenoord
Mynd: EPA
Southampton er búið að ná samkomulagi við Feyenoord um kaup á markverðinum Justin Bijlow.

Bijlow er 26 ára gamall og var í hollenska landsliðshópnum sem fór á EM í sumar.

Hann hefur verið aðalmarkvörður hjá Feyenoord undanfarin ár en tekur núna við markmannsstöðunni hjá Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Hann leysir þar Gavin Bazunu af hólmi eftir að hann varð fyrir slæmum meiðslum. Bazunu mun ekki geta spilað fótbolta fyrr en eftir áramót og því mun Bijlow berjast við Alex McCarthy og Joe Lumley um byrjunarliðsstöðuna hjá Southampton í haust.

Southampton hafði einnig áhuga á Aaron Ramsdale frá Arsenal en tókst ekki að ná samkomulagi um kaupverð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner