Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 15:02
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Áttum skilið að ná jafntefli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Erik ten Hag var ekki sáttur eftir 2-1 tap Manchester United á útivelli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ten Hag var sérstaklega ósáttur með slakan varnarleik í mörkunum tveimur sem liðið fékk á sig, en sigurmarkið kom seint í uppbótartíma þegar varnarmenn Rauðu djöflanna steinsofnuðu innan vítateigs og leyfðu Joao Pedro að skora.

„Það voru gerð fleiri en ein mistök í seinna markinu, það er eitthvað sem við verðum að taka fyrir og ræða um. Við gáfum þeim tvö alltof auðveld mörk, við áttum að gera betur," sagði Ten Hag að leikslokum.

„Við áttum skilið að fá minnst jafntefli úr þessum leik og áttum að skora sigurmark þegar Joshua Zirkzee var rangstæður. Þetta var erfið staða til að vera í, hann gat kannski lesið þetta betur áður en hann renndi sér í jörðina en eftir að hann rennir sér er ekkert sem hann getur gert til að forðast snertingu. "

Ten Hag sá þó einnig jákvæðar hliðar á spilamennsku sinna manna í tapinu.

„Þetta er sárt, en við sköpuðum fleiri færi til að skora eftir að hafa gert jöfnunarmarkið sem við nýttum ekki. Við sýndum mikinn viljastyrk og komum til baka eftir að hafa lent undir og fengum tækifæri til að sigra leikinn. Það er svekkjandi að tapa þessari viðureign."

Ten Hag var að einnig spurður út í Mason Mount sem átti slakan fyrri hálfleik og var tekinn útaf í leikhlé fyrir Joshua Zirkzee.

„Mason er að glíma við meiðsli og þess vegna tókum við hann út."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner