Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 15:35
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Freiburg lagði Stuttgart - Naumur sigur hjá Leipzig
Kramaric með þrennu
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það fóru fimm leikir fram í fyrstu umferð þýska deildartímabilsins í dag þar sem Stuttgart, sem átti frábært tímabil á síðustu leiktíð og endaði í öðru sæti deildarinnar, tapaði á útivelli gegn Freiburg.

Það tók Ermedin Demirovic aðeins tvær mínútur að skora í sínum fyrsta leik fyrir sitt nýja félag, en Freiburg tók stjórnina eftir að hafa lent undir og vann að lokum 3-1.

Lukas Kübler reyndist atkvæðamestur í sigrinum með tvö mörk fyrir Freiburg.

Andrej Kramaric var þá hetjan í 3-2 sigri Hoffenheim gegn Holstein Kiel. Kramaric skoraði öll mörk Hoffenheim í sigrinum og reyndist augljóslega besti leikmaður vallarins.

Antonio Nusa gerði eina markið í naumum sigri RB Leipzig gegn Bochum, en Willi Orban lét reka sig af velli undir lokin og kláruðu heimamenn í Leipzig leikinn því einum færri.

Augsburg og Werder Bremen gerðu að lokum jafntefli sín á milli alveg eins og Mainz og Union Berlin.

Dortmund tekur á móti Eintracht Frankfurt í lokaleik dagsins.

RB Leipzig 1 - 0 Bochum
1-0 Antonio Nusa ('59 )
Rautt spjald: Willi Orban, RB Leipzig ('85)

Hoffenheim 3 - 2 Holstein Kiel
1-0 Andrej Kramaric ('6 , víti)
2-0 Andrej Kramaric ('37 )
2-1 Alexander Bernhardsson ('63 )
3-1 Andrej Kramaric ('87 )
3-2 Shuto Machino ('89 )
Rautt spjald: Andu Kelati, Holstein Kiel ('82)

Freiburg 3 - 1 Stuttgart
0-1 Ermedin Demirovic ('2 )
1-1 Lukas Kubler ('27 )
2-1 Ritsu Doan ('54 )
3-1 Lukas Kubler ('61 )

Augsburg 2 - 2 Werder
0-1 Felix Agu ('12 )
1-1 Elvis Rexhbecaj ('16 )
2-1 Samuel Essende ('35 )
2-2 Justin Njinmah ('58 )

Mainz 1 - 1 Union Berlin
1-0 Nadiem Amiri ('53 )
1-1 Laszlo Benes ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner