Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
„Við erum að fara í Bestu!"
Haraldur Freyr eftir tap gegn Aftureldingu: Lífið heldur áfram
Sigurpáll skoraði eina mark leiksins: Trúði þessu varla sjálfur
John Andrews: Hefði bitið af þér hendina
Pétur: Þetta er það sem við vildum
Heiða Ragney: Spennandi að þetta verði úrslitaleikur
Margrét Brynja: Alltaf gaman að koma hingað
Arnór Gauti meyr: Aldrei fundið aðra eins tilfinningu
Nik Chamberlain: Viljum fara þangað og vinna
Maggi hágrét í leikslok: Búinn að hugsa um þessa stund í mörg ár
Sesar var maður leiksins - „Get ekki lýst þessu"
Eggert Gunnþór: Á öðrum degi hefðum við getað skorað 5-6 mörk
Selfoss vann tvöfalt - „Getum ekki beðið um meira"
Bjarni unnið allt sem hægt er að vinna - „Vona að mér verði ekki hent núna"
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
   þri 25. júní 2024 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var einn af þeim verri sem maður hefur upplifað," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir dramatískt tap gegn Val á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  2 Valur

„Okkur fannst það ekki slæmt að þetta hafi verið lokað og læst, hægt og þungt í fyrri hálfleik. Við vorum að gera full mikið af feilum en ég er gríðarlega ánægður með seinni hálfleikinn hjá mínu liði. Hann verðskuldaði að fá eitthvað út úr þessum leik, ef ekki þrjú þá að minnsta kosti eitt."

„Svona er þetta oft þegar þú ert að spila gegn liðum sem hafa svona marga X faktora, þá getur þetta farið eins og þetta fór," sagði Jóhann Kristinn.

Þór/KA fékk svo sannarlega færin til að bæta við mörkunum.

„Það er óheppilegt að þetta hafi raðast svona að þessi góðu færi sem fóru forgörðum hafi öll farið forgörðum gegn þessu liði því það þarf yfirleitt allt að ganga upp ef þú ætlar að vinna svona lið. En það man enginn eftir því þegar frá líður. Þetta snýst bara um að Valur tók öll þrjú stigin og við fengum ekki neitt," sagði Jóhann Kristinn.

Næsti leikur liðsins er strax á föstudaginn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki á Akureyri.

„Það er alltof stutt í hann. Þetta er of þungt prógramm en nú er bara að nota öll þau tól og tæki og fólk til að koma stelpunum í eins gott stand, endurheimta orku og jafna sig fyrir leikinn á föstudaginn. Undanúrslit í bikar eru alltaf spennandi, við þurfum bara að setja fókusinn á það," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner