Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 03. júní 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Vill ná árangri með Barcelona eftir lærdómsríkt ár hjá Brighton
Mynd: EPA
Spænski vængmaðurinn Ansu Fati er kominn aftur til Barcelona eftir eins árs lándsvöl hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brighton.

Fati samþykkti að ganga í raðir Brighton á láni til þess að fá meiri spiltíma og vinna upp glatað sjálfstraust.

Eftir meiðslavandræði hjá Barcelona vildi hann koma ferlinum aftur á skrið.

Hann byrjaði ágætlega en meiddist og fékk minna að spila eftir það, en í heildina tókst honum þó að spila 30 leiki í öllum keppnum með Brighton og koma að fimm mörkum.

Fati, sem tók við 'tíunni' af Lionel Messi, árið 2021, var ætlað að vera næsta stórstjarna félagsins, en hefur ekki enn tekist að sannfæra stuðningsmenn um að hann sé reiðubúinn til þess.

„Áætlun mín er skýr. Ég vil ná árangri hjá Barcelona,“ sagði Fati við Mundo Deportivo.

Barcelona hefur ekki tekið ákvörðun varðandi framhaldið, en spænskir miðlar greina frá því að hann gæti verið á útleið til þess að skapa pláss fyrir nýja leikmenn.
Athugasemdir
banner
banner