Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 10:34
Elvar Geir Magnússon
„Ítalinn myndi leysa vandamál Arsenal í vinstri bakverðinum“
Calafiori er að ganga í raðir Arsenal.
Calafiori er að ganga í raðir Arsenal.
Mynd: Getty Images
Calafiori átti frábært tímabil hjá Bologna.
Calafiori átti frábært tímabil hjá Bologna.
Mynd: Getty Images
Á æfingu hjá ítalska landsliðinu.
Á æfingu hjá ítalska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Riccardo Calafiori var einn af fáum leikmönnum ítalska landsliðsins sem fengu hrós fyrir frammistöðu sína á EM í Þýskalandi. Nú er þessi 22 ára leikmaður að ganga í raðir Arsenal frá Bologna, þar sem hann lék frábærlega á síðasta tímabili.

Calafiori lék í hjarta varnarinnar á EM en er fjölhæfur og verður líklega notaður mest sem vinstri bakvörður hjá Arsenal, eins og Ben McAleer fjallar um í grein í Guardian.

Arsenal fékk á sig fæst mörk allra liða í ensku úrvalsdeildinni og William Saliba og Gabriel eru taldir eitt besta miðvarðapar Evrópufótboltans.

Býr yfir mörgum kostum
„Mikel Arteta (stjóri Arsenal) vill að leikmenn sínir geti sinnt ýmsum hlutverkum, sérstaklega í vörninni. Það er ólíklegt að Calafiori muni slá út Saliba eða Gabriel sem fyrsta val í miðvörðinn en geta hans til að spila vinstri bakvörð höfðar til Arteta," skrifar McAleer.

McAleer segir að vinstri bakvarðarstaðan hafi verið vandamál fyrir Arsenal á síðasta tímabili. Jurrien Timber byrjaði fyrsta leik í stöðunni en meiddist illa.

„Oleksandr Zinchenko átti að vera langtímalausnin í vinstri bakverðinum þegar hann kom frá Manchester City fyrir tveimur árum en veikleikar hans varnarlega voru afhjúpaðir á síðasta tímabili. Jakub Kiwior endaði tímabilið í stöðunni en þrátt fyrir að vera traustur varnarlega skorti hann þann sóknarkraft sem Arteta vill sjá."

Jarðýtan
Calafiori ætti að koma með meiri stöðugleika, hann er öflugur varnarlega en líka tilbúinn að sækja og leita inn völlinn. Hann ætti að hjálpa Arsenal í að snúa vörn í sókn snögglega. Honum líður vel með boltann og vill bera hann upp völlinn.

„Stoðsending hans í jöfnunarmarki Mattia Zaccagni gegn Króatíu á EM er gott dæmi um það sem hann hefur fram að færa á síðasta þriðjungi vallarins. Calafiori skoraði tvö mörk og átti sjö stoðsendingar fyrir Bologna í ítölsku A-deildinni, þær tölur munu bara hækka hjá Arsenal," segir McAleer.

„Gælunafn Calafiori þegar hann var yngri var „Ruspa“ – Jarðýta – sem er viðeigandi miðað við hvernig hann brýst upp á völlinn og ýtir mönnum til hliðar. Stuðningsmenn Arsenal ættu að vera mjög spenntir fyrir því að Calafiori gangi til liðs við félagið. Það á eftir að verða enn erfiðara að brjóta niður sterkustu vörn Englands."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner