Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. febrúar 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dele Alli ákærður fyrir heimskulegt myndband
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Dele Alli, miðjumann Tottenham, vegna myndbands sem hann birti á forritinu Snapchat.

Alli er sakaður um rasisma en hann gerði grín að kóróna-veirunni. Enski landsliðsmaðurinn var með grímu í myndbandinu og beindi svo myndavélinni að asískum manni.

Hann eyddi myndbandinu og birti annað myndband á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hann baðst afsökunar. „Ég brást mér sjálfum og félaginu," sagði Alli.

Alli gæti átt yfir sér höfði bann, en hann hefur tíma til 5. mars að svara ákærunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner