Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Ásgeir Orri verður klár gegn ÍBV
Lengjudeildin
Ásgeir er ungur og spennandi markvörður.
Ásgeir er ungur og spennandi markvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Orri Magnússon markvörður Keflavíkur hefur átt gott tímabil í Lengjudeildinni og fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið umferðarinnar.

Þessi tvítugi markvörður fór af velli vegna bakmeiðsla eftir hálftíma leik þegar Keflavík, sem er í spennandi baráttu um að komast upp, tapaði 3-2 gegn Þrótti um helgina.

Ásgeir var tæpur fyrir leikinn og entist aðeins í um hálftíma en samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net verður hann klár í næsta leik, þegar Keflavík tekur á móti toppliði ÍBV.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  2 Keflavík

Annars er það að frétta af meiðslamálum Keflavíkur að óvíst er hvort Nacho Heras komi meira við sögu áður en tímabilinu lýkur en hann hefur bara náð sjö leikjum á tímabilinu. Ernir Bjarnason sem sleit krossband í fyrra er að nálgast endurkomu.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner