Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kristján Guðmunds: Eigum að fá meira úr því sem við erum að gera
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
   sun 28. júlí 2019 20:14
Kristófer Jónsson
Óli Stefán: Ætlum að njóta þessarar tilfinningar
Óli Stefán var gríðarlega sáttur að leikslokum.
Óli Stefán var gríðarlega sáttur að leikslokum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var að vonum sáttur eftir 1-0 sigur gegn FH í 14.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur KA síðan 15.júní.

„Þetta léttir rosa mikið á öllu í kringum KA. Við höfum haldið áfram okkar vinnu og haft trú á því sem að við erum að gera. Ég held að það sem að hafi komið í undanförnum leikjum er þessi neisti sem að skein í dag og kom okkur í gegnum þennan leik." sagði Óli Stefán eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  0 FH

Varnarleikur KA hefur verið mikið til umræðu í sumar en meiðsli hafa sett strik í reikninginn í öftustu línu liðsins. Í dag spiluðu allir þrír miðverðir KA 90 mínútur og héldu hreinu í fyrsta skipti síðan í maí.

„Það hafa verið miklar hræringar og uppá stöðugleika að gera er það vont þegar að það er þannig með öftustu línu. Þeir sem að komu inn í dag voru frábærir í dag."

Eins og fyrr segir var þetta fyrsti sigur KA síðan 15.júní þegar að þeir lögðu Grindavík af velli. Óli Stefán telur að þetta muni gefa liðinu byr undir báða vængi í framhaldinu.

„Við ætlum að njóta þessarar tilfinningar sem að við höfum saknað mikið með fólkinu okkar sem að ég þarf bara að minnast á aftur. Þetta léttir vinnuvikuna og við megum ekki gleyma því að FH er með frábært fótboltalið og það er afrek fyrir KA að leggja þá af velli." sagði Óli Stefán að lokum.

Nánar er rætt við Óla Stefán í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner