Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var að vonum sáttur eftir 1-0 sigur gegn FH í 14.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur KA síðan 15.júní.
„Þetta léttir rosa mikið á öllu í kringum KA. Við höfum haldið áfram okkar vinnu og haft trú á því sem að við erum að gera. Ég held að það sem að hafi komið í undanförnum leikjum er þessi neisti sem að skein í dag og kom okkur í gegnum þennan leik." sagði Óli Stefán eftir leikinn í dag.
„Þetta léttir rosa mikið á öllu í kringum KA. Við höfum haldið áfram okkar vinnu og haft trú á því sem að við erum að gera. Ég held að það sem að hafi komið í undanförnum leikjum er þessi neisti sem að skein í dag og kom okkur í gegnum þennan leik." sagði Óli Stefán eftir leikinn í dag.
Lestu um leikinn: KA 1 - 0 FH
Varnarleikur KA hefur verið mikið til umræðu í sumar en meiðsli hafa sett strik í reikninginn í öftustu línu liðsins. Í dag spiluðu allir þrír miðverðir KA 90 mínútur og héldu hreinu í fyrsta skipti síðan í maí.
„Það hafa verið miklar hræringar og uppá stöðugleika að gera er það vont þegar að það er þannig með öftustu línu. Þeir sem að komu inn í dag voru frábærir í dag."
Eins og fyrr segir var þetta fyrsti sigur KA síðan 15.júní þegar að þeir lögðu Grindavík af velli. Óli Stefán telur að þetta muni gefa liðinu byr undir báða vængi í framhaldinu.
„Við ætlum að njóta þessarar tilfinningar sem að við höfum saknað mikið með fólkinu okkar sem að ég þarf bara að minnast á aftur. Þetta léttir vinnuvikuna og við megum ekki gleyma því að FH er með frábært fótboltalið og það er afrek fyrir KA að leggja þá af velli." sagði Óli Stefán að lokum.
Nánar er rætt við Óla Stefán í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir