Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið landsliðsmanna sem söðluðu um í sumar
Fleiri skipti fyrir gluggalok?
Icelandair
Margir í íslenska liðinu skiptu um félagslið í sumar.
Margir í íslenska liðinu skiptu um félagslið í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn var ánægður með þróunina í sumar.
Landsliðsþjálfarinn var ánægður með þróunina í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellefu manna lið.
Ellefu manna lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill er spila í Serie A.
Mikael Egill er spila í Serie A.
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar er í stóru hlutverki hjá Lille.
Hákon Arnar er í stóru hlutverki hjá Lille.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alltaf þegar maður velur hóp fyrir leikina í september þá hefur maður alltaf einhverjar áhyggjur af því að það gerist mikið á sumrin. Það gerðist svo sannarlega mikið í íslenska hópnum, stundum getur það verið erfitt, menn þurfa að ná að fóta sig og aðlagast nýju umhverfi," sagði landsliðsþjálfarinn Age Hareide á fréttamannafundi í dag.

Alls hafa ellefu leikmenn í 24 manna hópnum skipt um félag í sumar. Inn í þeim fjölda er ekki endurkoma Elíasar Rafns Ólafssonar til Danmerkur úr láni í Portúgal og kaup Fortuna Düsseldorf á Ísaki Bergmann Jóhannessyni, frá FCK, en hann lék á láni með þýska liðinu á síðasta tímabili.

Svo er möguleiki á félagaskiptum hjá Valgeiri Lunddal Friðrikssyni og Orra Steini Óskarssyni í lok félagaskiptagluggans. Valgeir er á leið til Fortuna Düsseldorf en spurning er hvort að samkomulag náist um skipti strax í haust fyrir gluggalok eða hvort hann fari ekki fyrr en á nýju ári. Orri Steinn er svo gífurlega eftirsóttur af mörgum félögum.

Arnór Ingvi Traustason, Logi Tómasson og Mikael Neville Anderson hafa einnig verið orðaðir í burtu frá sínum félögum og þá hefur verið reynt að fá Hákon Rafn Valdimarsson á láni frá Brentford.

Guðmundur Þórarinsson söðlaði um í sumar og sagði Hareide frá því á fundinum að hans félagaskipti hefðu haft áhrif á landsliðsvalið.

Hareide er ánægður með þá þróun að margir leikmenn eru að taka skrefið upp á við.

„Það er mjög mikilvægt að leikmenn geti tekið skref upp í sterkari deildir. Deildirnar í Skandinavíu, en ef þeir geta spilað á hærra getustigi þá er það ennþá betra. Við höfum líka séð Mikael Ellertsson brjóta sér leið í gegn hjá Venezia og er núna að spila í Seríu A, Hákon hefur náð að koma sér vel fyrir hjá Lille í Frakklandi sem er mjög gott. Andri Lucas er farinn til Gent í Belgíu, það mun taka hann smá tíma fyrir hann að koma undir sig fótunum og byrja að skora mörk. Orri Óskarsson hefur einnig gert mjög vel, þó að hann hafi ekki skipt um félag, hann er að spila á mjög góðu getustigi þessa stundina. Stefán Þórðarson er að spila reglulega fyrir Preston sem er mjög gott fyrir hann líka. Það er mjög björt framtíð hjá mörgum af okkar leikmönnum."

Hér alveg neðst má sjá hvaða ellefu leikmenn söðluðu um í sumar.

Athugasemdir
banner
banner
banner