Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 29. ágúst 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon fagnaði með stuðningsmönnum: Varð að verja og gerði það
Eðlilega mjög sáttur.
Eðlilega mjög sáttur.
Mynd: Brentford
Mynd: Getty Images
Hákon Rafn Valdimarsson átti draumafrumraun með Brentford í gær þegar hann varði vítaspyrnu og hélt hreinu í 0-1 útisigri gegn Colchester í 2. umferð enska deildabikarsins.

Hákon er 22 ára og var keyptur til Brentford í janúar eftir að hafa átt frábært tímabil með Elfsborg í Svíþjóð.

„Vítaspyrna seint í leiknum, ég verð að verja og ég gerði það. Þetta var mjög góð tilfinning," sagði Hákon í viðtali eftir leikinn í gær.

„Ég hafði skoðað nokkur víti hjá honum og leið eins og ég vissi hvert hann myndi skjóta, en ég greinilega vissi það ekki. Hann skaut á mitt markið og ég náði að skilja fæturna eftir og varði með tánni, frábær tilfinning."

„Við vorum í smá brasi með löng innkast í byrjun leiks, það var erfitt að eiga við þau. En þegar leið á leikinn þá náðum við að verjast föstu leikatriðunum vel. Þetta var ekki besti leikurinn okkar, en við komumst í gegnum hann og unnum leikinn sem er það mikilvægasta."

„Fyrstu mánuðirnir hér hafa verið mjög góðir, læri eitthvað á hverjum degi og frábært að fá fyrsta leikinn hér í bikarnum. Mér líður mjög vel í þessu lið og er bara mjög ánægður."

„Ég hef örugglega bætt mig á öllum sviðum, mér finnst ég hafa bætt mig mikið frá því að ég kom. Ég þarf að halda áfram að einbeita mér, verða betri og vera tilbúinn."


Hákon var spurður út í upplifunina að vinna England á Wembley í sumar. „Frábær reynsla að vinna England 1-0 á Wembley, halda hreinu. Núna er deildarleikur gegn Southampton og svo eru landsleikir."

Hákon er ánægður með markvarðateymið hjá Brentford og þjálfarann. „Við erum góður hópur og við viljum allir verða betri."

Hann var að lokum spurður út í fögnuðinn í lok leiksins. Hákon fagnaði vel með stuðningsmönnum Brentford. „Þetta var gaman. Strákarnir hentu mér í djúpu laugina og ég gerði það sem stuðningsmenn vilja. Fagnaði sigrinum og hafði gaman. Þeir vildu alltaf eitt í viðbót, ég held að fjórum sinnum sé nóg," sagði Hákon léttur. Það má sjá Hákon fagna með stuðningsmönnum hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner