Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 29. ágúst 2024 18:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Bold.dk 
Orri Steinn á bekknum af taktískum ástæðum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahöfn, er einn heitasti bitinn á markaðnum í Evrópu í dag. FCK hefur staðfest tilboð frá spænsku félagi.


Íslenski landsliðsframherjinn hefur verið orðaður við Real Sociedad en hann hefur farið hamförum með FCK í upphafi tímabilsins. Hann hefur skorað sjö mörk í 11 leikjum í dönsku deildinni og Sambandsdeildinni.

FCK er þessa stundina að spila gegn Kilmarnock í Skotlandi um sæti í Sambandsdeildinni en FCK vann fyrri leikinn 2-0 í Danmörku. Það vekur athygli að Orri Steinn er ekki í byrjunarliðinu. Jacob Neestrup, þjálfari FCK, segir að það sé ekki út af mögulegri sölu á Orra.

„Þetta er slæm tímasetning miðað við allt saman. Ég veit að það er forsenda spurningarinnar," sagði Neestrup í samtali við danska miðilinn Bold.

„Orri er á bekknum og (Viktor) Claesson byrjar því ég held að það sé rétt ákvörðun. Bæði Ostrava og Kilmarnock verjast maður á mann og þess vegna hentar vel að spila Claesson. Þegar leikurinn opnast teljum við að Orri geti gert þetta auka, sem þýðir að hann geti skorað þegar það er meira pláss."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner