Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
   fös 29. nóvember 2024 23:47
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Varamaðurinn Prats tryggði Mallorca sigurinn
Mynd: EPA
Mallorca 2 - 1 Valencia
0-1 Luis Rioja ('32 , víti)
1-1 Cyle Larin ('45 )
2-1 Abdon Prats ('81 )

Real Mallorca bar sigur úr býtum gegn Valencia, 2-1, í La Liga í kvöld.

Færin voru fá fyrstu mínúturnar. Skallar framhjá á báðum endum og var það ekki fyrr en á 31. mínútu sem það dró til tíðinda er Valencia fékk vítaspyrnu eftir að varnarmaður Mallorca handlék boltann í teignum.

Luis Rioja fór á punktinn og skaut þéttingsföstu skoti efst upp í hægra hornið.

Cyle Larin var helsta vopn Mallorca fram á við. Hann var í kringum allar sóknir heimamanna og var það auðvitað hann sem skoraði jöfnunarmarkið undir lok fyrri hálfleiks með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá hægri.

Á 79. mínútu kom Abdon Prats inn á hjá Mallorca og þremur mínútum síðar skoraði hann sigurmarkið. Aftur kom fyrirgjöfin frá hægri og náði Prats að lauma sér fyrir aftan vörnina og stanga boltann í netið.

Annar sigur Mallorca í röð sem kemur liðinu í 5. sæti deildarinnar með 24 stig en Valencia er í miklu basli í 18. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 14 11 1 2 42 14 +28 34
2 Real Madrid 13 9 3 1 28 11 +17 30
3 Atletico Madrid 14 8 5 1 21 8 +13 29
4 Villarreal 13 7 4 2 25 21 +4 25
5 Mallorca 15 7 3 5 15 13 +2 24
6 Athletic 14 6 5 3 20 13 +7 23
7 Osasuna 14 6 4 4 19 22 -3 22
8 Girona 14 6 3 5 20 18 +2 21
9 Betis 14 5 5 4 16 16 0 20
10 Real Sociedad 14 5 3 6 11 11 0 18
11 Celta 14 5 3 6 22 24 -2 18
12 Sevilla 14 5 3 6 13 18 -5 18
13 Vallecano 13 4 4 5 13 14 -1 16
14 Leganes 14 3 5 6 13 19 -6 14
15 Getafe 14 2 7 5 10 11 -1 13
16 Alaves 14 4 1 9 15 24 -9 13
17 Las Palmas 14 3 3 8 18 25 -7 12
18 Valencia 13 2 4 7 13 21 -8 10
19 Espanyol 13 3 1 9 12 26 -14 10
20 Valladolid 14 2 3 9 10 27 -17 9
Athugasemdir
banner
banner
banner