Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fim 28. nóvember 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Hafa dregið tilboðið til baka
Mynd: EPA
Frenkie de Jong fékk tilboð frá Barcelona um nýjan samning en því tilboði hafði ekki verið svarað þegar félagið ákvað að draga það til baka.

Spænskir fjölmiðlar segja að Barcelona hyggist nú selja hollenska miðjumanninn næsta sumar. Það er þó ekki talið útilokað að félagið skipti aftur um skoðun áður en tímabilinu lýkur og geri honum nýtt samningstilboð.

Hinn 21 árs gamli Marc Casado hefur tekið miklum framförum og staðið sig vel á miðjunni hjá Barcelona. Þá hefur Pedri spilað gríðarlega vel og Marc Bernal snýr aftur fyrir næsta tímabil, því telja Börsungar að þeir þurfi ekki á hinum 27 ára gamla De Jong að halda.

De Jong var sterklega orðaður við Manchester United á sínum tíma og í slúðurpakkanum í morgun var hann orðaður við Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner