Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   mið 27. nóvember 2024 19:46
Brynjar Ingi Erluson
Bonmatí sópar að sér verðlaunum - Vicky Lopez gullstúlka ársins
Aitana Bonmatí heldur áfram að sópa að sér verðlaunum
Aitana Bonmatí heldur áfram að sópa að sér verðlaunum
Mynd: Getty Images
Vicky Lopez er gríðarlegt efni
Vicky Lopez er gríðarlegt efni
Mynd: Getty Images
Aitana Bonmatí, besta fótboltakona heims, hefur verið valin gullkona ársins hjá ítalska blaðinu Tuttosport. Liðsfélagi hennar í Barcelona, Vicky Lopez, hlaut verðlaunin Gullstúlka ársins.

Tuttosport veitir árlega hin afar virtu verðlaun „Gulldrengur ársins“.

Árið 2021 ákvað miðillinn að bæta við tveimur verðlaunum í kvennaflokki.

Bonmatí, sem vann alla titla sem í boði eru með Barcelona á síðustu leiktíð, hlaut verðlaunin sem Gullkona ársins annað sinn í röð í dag og er þetta í þriðja sinn sem leikmaður Barcelona verður fyrir valinu.

Í síðasta mánuði vann Bonmatí einnig Ballon d'Or verðlaunin annað árið í röð og er nú með jafnmarga gullbolta og liðsfélagi hennar í Barcelona, Alexia Putellas.

Hin 18 ára gamla Vicky Lopez var valin Gullstúlka ársins. Hún hefur spilað með aðalliði Barcelona síðan hún var 16 ára en í dag er hún komin með fast hlutverk í liðinu og komin í spænska A-landsliðið.

Lopez varð heimsmeistari með U17 ára landsliði Spánar fyrir tveimur árum. Húnn var valin besti leikmaður mótsins og var þá einnig í liði ársins.

Hún er þriðja fótboltakonan til að hreppa þessi verðlaun á eftir Lindu Caicedo og Jule Brand.


Athugasemdir
banner
banner