Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
   þri 30. júlí 2019 22:16
Mist Rúnarsdóttir
Sigrún Gunndís: Ætluðum með þrjú stig inn í Verslunarmannahelgina
Kvenaboltinn
Sigrún skoraði jöfnunarmark Aftureldingar
Sigrún skoraði jöfnunarmark Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkur langaði í meira. Við vildum fara með þrjú stig inn í Verslunarmannahelgina,“ sagði Sigrún Gunndís Harðardóttir, leikmaður Aftureldingar, eftir 1-1 jafntefli gegn Grindavík í Inkasso-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Grindavík

Lið Aftureldingar hefur verið á fínu róli undanfarið en náði ekki sínum besta leik í kvöld. Hvað veldur?

„Það vantaði náttúrulega nokkra leikmenn hjá okkur en við þurfum bara að spila sem lið og það kemur maður í manns stað. Það vantaði ýmislegt í fyrri hálfleikinn en við komum brjálaðar í seinni hálfleikinn. Við jöfnuðum leikinn og ætluðum að skora annað mark en það gekk ekki,“ svaraði Sigrún sem sá sjálf um að skora jöfnunarmarkið.

Hvað flaug í gegnum kollinn á Sigrúnu áður en hún kom boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu Hafrúnar Rakelar?

„Bara að koma boltanum í netið. Ég ætlaði ekki að horfa á 1-0 tap. Við settum okkur markmið um að vera taplausar á heimavelli og eins og staðan er í dag erum við ennþá taplausar hér þannig að við tökum þetta eina stig.“

Nánar er rætt við Sigrúnu Gunndísi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner