
„Okkur langaði í meira. Við vildum fara með þrjú stig inn í Verslunarmannahelgina,“ sagði Sigrún Gunndís Harðardóttir, leikmaður Aftureldingar, eftir 1-1 jafntefli gegn Grindavík í Inkasso-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 1 Grindavík
Lið Aftureldingar hefur verið á fínu róli undanfarið en náði ekki sínum besta leik í kvöld. Hvað veldur?
„Það vantaði náttúrulega nokkra leikmenn hjá okkur en við þurfum bara að spila sem lið og það kemur maður í manns stað. Það vantaði ýmislegt í fyrri hálfleikinn en við komum brjálaðar í seinni hálfleikinn. Við jöfnuðum leikinn og ætluðum að skora annað mark en það gekk ekki,“ svaraði Sigrún sem sá sjálf um að skora jöfnunarmarkið.
Hvað flaug í gegnum kollinn á Sigrúnu áður en hún kom boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu Hafrúnar Rakelar?
„Bara að koma boltanum í netið. Ég ætlaði ekki að horfa á 1-0 tap. Við settum okkur markmið um að vera taplausar á heimavelli og eins og staðan er í dag erum við ennþá taplausar hér þannig að við tökum þetta eina stig.“
Nánar er rætt við Sigrúnu Gunndísi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir