Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   þri 02. apríl 2024 19:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marco Silva brást við slæmri byrjun Fulham - Þreföld skipting í fyrri hálfleik
Mynd: EPA

Marco Silva stjóri Fulham er allt annað en sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld en liðið lenti 2-0 undir eftir tuttugu mínútna leik gegn Nottingham Forest.


Callum Hudson-Odoi kom Forest yfir eftir aðeins níu mínútna leik og tíu mínútum síðar bætti Chris Wood við öðru marki.

Silva brást svo sannarlega við þessari byrjun og gerði þrefalda skiptingu eftir hálftíma leik.

Sasa Lukic, Alex Iwobi og Harry Wilson fengu að finna fyrir því og voru teknir af velli fyrir Tom Cairney, Adama Traore og Willian.

Sjáðu markið hjá Hudson-Odoi
Sjáðu markið hjá Wood


Athugasemdir
banner
banner
banner