Gregg Ryder þjálfari Þórs gekk sáttur frá borði eftir fyrsta leik í Inkasso deildinni. Þór vann þá nýliða Aftureldingu 3-1 á Þórsvellinum í dag.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 1 Afturelding
Gregg var ánægður með hvernig hans menn mættu til leiks.
„Við pressuðum þá hátt á vellinum og unnum boltann þar. Það var mjög gott en við hefðum geta skorað 5 - 7 mörk í fyrri hálfleik. Það er ýmislegt sem við getum gert betur og munum vinna í því en þetta er góð byrjun."
Þór er spáð upp um deild þetta árið.
„Ég get skilið af hverju það er talið, sérstaklega eftir gengið á síðustu leiktíð. Við viljum gera okkar besta en við erum ekki mikið að pæla í spánni. Þær eru til gamans gerðar. Við ætlum bara að taka einn leik fyrir í einu."
Þór heimsækir Njarðvík í næstu umferð.
„Það er annar mjög erfiður leikur. Allir leikir í Inkasso eru erfiðir og Njarðvík verður enginn undantekning."
Viðtalið má sjá hér fyrir ofan en vegna tæknilegra örðugleika vantar því miður byrjunina á því.
Athugasemdir