Þegar leikmenn ganga inn á fótboltavöll fer dómari almennt yfir allan búnað eins og fólk þekkir. Meðal þess sem er kannað er hvort leikmenn séu nokkuð með glingur á sér, hálsmen, eyrnarlokkar, hringar og þess háttar er bannað.
Þannig er það hinsvegar ekki á fótboltaæfingu, þar er enginn til að banna þér að hafa skart og það nýtti Arnór Sigurðsson landsliðsmaður Íslands þegar liðið æfði í London í morgun.
Arnór var með mikið glingur í eyrunum, eyrnalokka af fáguðustu sort.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af gæjanum með glingrið.
Ísland mætir Englandi á Wembley á föstudagskvöldið. Fótbolti.net er í London og fylgist með undirbúningi íslenska liðsins og fylgir því svo til Hollands þar sem við mætum heimamönnum í Rotterdam á mánudaginn.
Athugasemdir