David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   fös 08. nóvember 2024 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe vill ekki spila fyrir Deschamps
Mynd: EPA

Það hefur mikil umræða skapast í Frakklandi eftir að Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, valdi ekki Kylian Mbappe í hópinn fyrir leiki gegn Ísrael og Ítalíu í Þjóðadeildinni.


Deschamps sagði sjálfur frá því að hann hafi tekið ákvörðunina eftir að hafa rætt við leikmanninn en Mbappe vildi sjálfur vera í hópnum. Hann sagði að þetta hefði ekkert með samband þeirra að gera.

Franski blaðamaðurinn Romain Molina segir hins vegar að samband þeirra sé mjög stirt og Mbappe vilji ekki snúa aftur í landsliðið á meðan Deschamps er við völd.

Þetta er í annað sinn í röð sem hann er ekki valinn í landsliðið en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína síðan hann gekk til liðs við Real Madrid frá PSG í sumar.


Athugasemdir
banner