David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   fös 08. nóvember 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal ætlar ekki að drífa sig að finna eftirmann Edu
Edu í stúkunni.
Edu í stúkunni.
Mynd: Getty Images
Arsenal ætlar að gefa sér tíma í að finna mann til að taka að sér stöðu íþróttastjóra í stað Edu sem ákvað að láta af störfum.

Edu hefur haft gríðarlega mikið að segja í leikmannamálum hjá Arsenal og sá meðal annars um kaup á leikmönnum eins og Martin Ödegaard og Declan Rice.

Hann vann náið með Mikel Arteta sem viðurkenndi að uppsögn Edu hafi komið sér á óvart. Hann segir að allt hafi gerst mjög snöggt.

Edu er sagður fá 5 milljónir punda á ári fyrir að taka að sér starf hjá félögum í eigu Evangelos Marinakis sem á meðal annars Nottingham Forest. Þar verður hann yfirmaður fótboltamála.

Guardian segir að Arteta muni hafa mikið að segja í vali á manni sem tekur við af Edu hjá Arsenal. Jason Ayto sem var aðstoðarmaður Edu mun taka að sér hlutverk íþróttastjóra þar til nýr maður hefur verið ráðinn.

Stjórnendur Arsenal munu funda með eigandanum Stan Kroenke í Bandaríkjunum á næstu dögum þar sem rætt verður um áætlanir fyrir næsta janúarglugga.
Athugasemdir
banner
banner
banner