Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 09. nóvember 2024 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Nunez búinn að skora gegn Villa - Trent fór meiddur af velli
Nunez skoraði mark Liverpool
Nunez skoraði mark Liverpool
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski framherjinn Darwin Nunez er búinn að koma Liverpool í 1-0 forystu gegn Aston Villa á Anfield, en slæmu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool eru þær að Trent Alexander-Arnold er farinn af velli vegna meiðsla.

Nunez skoraði á 20. mínútu. Virgil van Dijk sendi langan bolta fram á Mohamed Salah sem var sloppinn í gegn með Nunez sér við hlið.

Leon Bailey elti Salah upp og reif hann niður, en dómarinn beitti hagnaðarreglunni þar sem Nunez var á leið til boltans. Hann hljóp með hann framhjá Emiliano Martínez og setti boltann í netið.

Bailey stálheppinn að vera enn inn á vellinum og í raun Nunez sem kom honum til bjargar með því að skora úr færinu.

Nokkrum mínútum síðar þurfti Alexander-Arnold að fara af velli vegna meiðsla. Conor Bradley kom inn fyrir enska landsliðsmanninn.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner