Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 09. nóvember 2024 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Liverpool og Aston Villa: Nunez fremstur - Fjórar breytingar hjá gestunum
Darwin Nunez er í liði Liverpool
Darwin Nunez er í liði Liverpool
Mynd: Getty Images
Liverpool og Aston Villa eigast við í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield klukkan 20:00 í kvöld.

Liverpool hefur unnið átta leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum á þessu tímabili en liðið er sem stendur í toppsæti deildarinnar með 25 stig.

Aston Villa er´a meðan í 7. sæti með 18 stig og hefur ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum.

Arne Slot, stjóri Liverpool, gerir tvær breytingar frá síðasta leik en Andy Robertson og Darwin Nunez koma inn fyrir Kostas Tsimikas og Cody Gakpo.

Unai Emery gerir á meðan fjórar breytingar á liði Villa. Jacob Ramsey, Pau Torres, Amadou Onana og Lucas Digne kom allir inn í liðið. Tyrone Mings, sem gerði slæm mistök í 1-0 tapi liðsins gegn Club Brugge í Meistaradeildinni, fer á bekkinn.

Liverpool: Kelleher; Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson; Mac Allister, Gravenberch, Jones; Salah, Nunez, Diaz.

Aston Villa: Martinez; Konsa, Diego Carlos, Pau, Digne; Onana, Tielemans; Bailey, Rogers, Ramsey; Watkins.
Athugasemdir
banner
banner
banner