Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
   mið 07. mars 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Manchester
Jói Berg breytti fyrir tímabil - Kírópraktor og fyrirbyggjandi æfingar
Vildi fækka meiðslunum
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson hefur slegið í gegn með spútnikliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Jóhann hefur lagt upp sex mörk og skorað tvö en það er samtals þriðjungur af mörkum Burnley í vetur.

Jóhann kom til Burnley frá Charlton eftir EM í Frakklandi 2016 en meiðsli settu stórt strik í reikninginn á síðasta tímabili. Í vetur hefur Jóhann unnið að því að halda sér heilum.

„Ég hef aðeins breytt því sem ég hef gert. Ég hef leitað hjálpar hjá kírpóraktor og öðrum mönnum utan klúbbsins sem hjálpa mér einu sinni í viku," sagði Jóhann í viðtali við Fótbolta.net á æfingasvæði Burnley í vikunni.

„Ég held mér í góðu standi. Ég fer í ræktina fyrir æfingar og passa upp á að allar vöðvar séu í lagi. Á síðasta tímabili var ég alltof mikið meiddur en á þessu tímabili hef ég spilað fullt af mínútum og ekkert meiðst. Vonandi heldur það áfram."

„Ég fór tvisvar aftan í læri á síðasta tímabili og það er eitthvað sem þú átt að geta komið í veg fyrir. Ég var tæklaður einu sinni og þá fór hnéð. Það er minna sem þú getur gert í því. Þú getur hins vegar komið í veg fyrir vöðvameiðsli," sagði Jóhann en hann gerir mikið af fyrirbyggjandi æfingum sem leikmönnum þykir vera misskemmtilegar.

„Þær eru ekkert sérstaklega skemmtilegar en maður er atvinnumaður í fótbolta og ætti að geta skottast í ræktina til að gera nokkrar æfingar fyrir æfingu. Það er eitthvað sem maður þarf að gera," sagði Jóhann.

Líkist íslenska landsliðinu
Burnley hefur einungis skorað 24 mörk í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en þrátt fyrir það er liðið í 7. sæti deildarinnar enda einungis fengið 26 mörk á sig.

„Við skorum ekki mörg mörk en að sama skapi fáum við ekki mörg mörk á okkur. Við erum með flestu 1-0 sigrana í deildinni. Það skiptir ekki máli hversu mörg mörk, þú skorar. Meðan þú nærð í þrjú stig þá segir enginn neitt," sagði Jóhann.

Liðsheildin er sterk hjá Burnley og varnarleikurinn öflugur. Jóhann segir ýmis líkindi vera með Burnley og íslenska landsliðinu.

„Það er alltaf verið að spyrja mig hvort þetta sé mjög svipað og þetta er það. Það gengur vel hjá báðum liðum svo ég kvarta ekki," sagði Jóhann ánægður.

Hér að ofan má sjá nánara viðtal við Jóhann en þar talar hann meðal annars einnig um samningamál sín.

Sjá einnig:
Jói Berg: Biðin eftir sigri var orðin þreytandi
Athugasemdir
banner
banner