Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Guðrún Jóna: Erfitt þegar þú ert með lítinn hóp
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
   lau 08. júní 2024 16:45
Sævar Þór Sveinsson
Gunnar: Við byrjuðum leikinn mjög illa
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis.
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var skiljanlega vonsvikinn með leik síns liðs í dag þegar Fylkir fékk FH í heimsókn í 7. umferð Bestu deildar kvenna.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 FH

Gríðarleg vonbrigði. Ofboðslega svekktur og sár út í frammistöðuna og úrslitin. Við ætluðum okkur miklu meira og við settum þennan leik upp þannig að þetta væri mjög mikilvægur leikur fyrir okkur en við náðum því miður ekki að fylgja því eftir.

FH byrjaði leikinn af miklum krafti og Fylkir var á afturfótunum strax á fyrstu mínútu leiksins.

Við byrjuðum leikinn mjög illa, það er hárrétt. Eins og þú segir þá vorum við algjörlega á afturfótunum í upphafi. En eftir markið þá komu fínir kaflar og leit miklu betur út.

Þar sem rúmlega þriðjungur af mótinu er búinn var Gunnar beðinn um að leggja sitt mat á frammistöðu liðsins og stigasöfnunina hingað til.

Frammistaðan hefur löngum verið allt í lagi en eins og ég segi þá erum við ekki búin að safna nógu mörgum stigum, við þurfum að fara gera það. Við höfum bara í raun átt eina skíta frammistöðu og það var fyrir norðan. Margir leikmenn hér í dag sem eiga mikið inni og voru ekki að ná að sýna sitt besta.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner