Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
banner
   lau 08. júní 2024 16:45
Sævar Þór Sveinsson
Gunnar: Við byrjuðum leikinn mjög illa
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis.
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var skiljanlega vonsvikinn með leik síns liðs í dag þegar Fylkir fékk FH í heimsókn í 7. umferð Bestu deildar kvenna.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 FH

Gríðarleg vonbrigði. Ofboðslega svekktur og sár út í frammistöðuna og úrslitin. Við ætluðum okkur miklu meira og við settum þennan leik upp þannig að þetta væri mjög mikilvægur leikur fyrir okkur en við náðum því miður ekki að fylgja því eftir.

FH byrjaði leikinn af miklum krafti og Fylkir var á afturfótunum strax á fyrstu mínútu leiksins.

Við byrjuðum leikinn mjög illa, það er hárrétt. Eins og þú segir þá vorum við algjörlega á afturfótunum í upphafi. En eftir markið þá komu fínir kaflar og leit miklu betur út.

Þar sem rúmlega þriðjungur af mótinu er búinn var Gunnar beðinn um að leggja sitt mat á frammistöðu liðsins og stigasöfnunina hingað til.

Frammistaðan hefur löngum verið allt í lagi en eins og ég segi þá erum við ekki búin að safna nógu mörgum stigum, við þurfum að fara gera það. Við höfum bara í raun átt eina skíta frammistöðu og það var fyrir norðan. Margir leikmenn hér í dag sem eiga mikið inni og voru ekki að ná að sýna sitt besta.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner