
„Mér fannst við standa okkur bara frábærlega. Algjört skítamark sem við fáum á okkur. Það verður bara að segjast alveg eins og er og gríðarlega svekkkjandi að þurfa að horfa upp á það, en að sama skapi þá náðum við ekki að skapa nógu góð færi. Við sköpuðum ágætisfæri og ágætis leikstöður, en ég meina þetta var bara hörkuleikur," sagði Brynjar Þór Gestsson, þjálfari Þróttar Vogum eftir 0-1 tap gegn Kórdrengjum."
Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 - 0 Þróttur V.
„Ég hugsa að við náum okkur nú í 'senter', við erum virkilega „senterslausir" og maður finnur alveg fyrir því og það kemur klárlega 'senter' og það kannski gefur okkur aðeins öðruvísi möguleika líka, ekkert öðruvísi, bara fleiri möguleika."
Brynjar Þór Gestsson var nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Kórdrengjum, þrátt fyrir 0-1 tap. Hann kveðst ætla að sækja leikmenn í glugganum og þá leggur hann einna helst mikla áherslu að fá framherja. Liðið situr í botnsæti deildarinnar með tvö stig og er því talið ansi líklegt að liðið falli aftur niður um deild
Viðtalið má nálgast í spilaranum hér að ofan.