Nígeríski varnarmaðurinn William Troost-Ekong var valinn besti leikmaður Afríkukeppninnar í ár.
Margir muna eftir Troost-Ekong úr úrvalsdeildinni en hann spilaði með Watford tímabilið 2021-2022.
Frammistaða hans þarf sannfærði ekki marga og fór það svo að hann féll aftur niður í B-deildina með liðinu.
Nígeríumaðurinn hefur söðlað aðeins um síðustu ár en hann lék með Salernitana á láni frá Watford á síðustu leiktíð og samdi síðan við PAOK fyrir þetta tímabil.
Þar hefur hann verið að gera góða hluti og tók hann það með sér í Afríkukeppnina þar sem hann fékk verðlaun fyrir frammistöðu sína með Nígeríu.
Varnarmaðurinn skoraði fjögur mörk í sex leikjum sem hann spilaði í Afríkukeppninni.
Simon Adingra, leikmaður Brighton og Fílabeinsstrandarinnar, var valinn besti ungi leikmaðurinn. Adingra skoraði eitt og lagði upp tvö, en seinni stoðsendingin bjó til sigurmarkið í úrslitaleiknum.
Hinn 35 ára gamli Emilio Nsue var markahæstur með 5 mörk fyrir Miðbaugs-Gíneu. Hann gerði fimm mörk í fjórum leikjum, en þjóðin datt út í 16-liða úrslitum. Mostafa Mohamed og Gelson Dala komu næstir á eftir honum með 4 mörk.
Ronwen Williams, markvörður Suður-Afríku, var valinn besti markvörður mótsins.
Athugasemdir