
„Þetta var hörkuleikur. Við vorum að spila á móti góðu liði," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, þegar fréttamaður Fótbolta.net spjallaði við hann á æfingasvæði liðsins í Crewe í dag.
Ísland lék í gær gegn Ítalíu í öðrum leik sínum á EM. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.
Ísland lék í gær gegn Ítalíu í öðrum leik sínum á EM. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.
„Á köflum áttum við í erfiðleikum með upp spilið en við vörðumst vel. Svo kom kraftur í lokin og við hefðum getað skorað í lokin. Það er stutt á milli í þessu."
„Við erum að spila á móti erfiðum andstæðingum og það er ekkert sjálfgefið - langt því frá - að við séum að fara að vinna Ítalíu. Við tökum þetta stig út úr þessu og áfram gakk."
Íslenska liðinu gekk erfiðlega að halda í boltann. „Við hefðum getað gert það betur, það er ekkert launungarmál. Stundum er það þannig í fótbolta að þú ert að verjast og ef þú gerir það vel þá geturðu unnið leikinn með því að skora eitt mark."
Ísland er með tvö stig í riðlinum og er ekki úr leik. Við erum enn með örlögin í okkar höndum og við förum áfram í átta-liða úrslit ef okkur tekst að vinna Frakkland í lokaleiknum. Það verður þó hægara sagt en gert því Frakkar eru með besta liðið í riðlinum.
„Möguleikarnir eru fínir. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið Frakka. Þetta er gott lið og allt það, en ég trúi því að við getum unnið þá og við ætlum að gera það. Við höfum ekki unnið leik en við höfum heldur ekki tapað leik. Við höfum séð sterkar þjóðir rasskelltar í þessu móti hingað til. Við höfum fengið á okkur tvö mörk í tveimur leikjum. Ítalir eru hærra á heimslistanum en við og Belgarnir eru á svipuðum stað. Við erum alls ekki ósátt við hlutina, þetta eru bestu liðin í Evrópu og allt hörkuleikir."
„Umræðan um að við eigum að vinna hinn og þennan, það finnst mér mjög sérstakt," sagði Steini.
Hann segir að það skiljanlegt að fólk sé svekkt eftir leikinn í gær þar sem við komumst yfir og fengum færi til að komast í 2-0. „Þetta var hörkuleikur, þetta eru allt góðar þjóðir og það er stutt á milli í þessu."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Sjá einnig:
Ísland gæti farið áfram á prúðmennskunni - „Skrítnari hlutir hafa gerst"
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir