Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   fös 15. júlí 2022 10:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Steini hefur fulla trú á sigri en segir umræðuna „sérstaka"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steini á hliðarlínunni í gær.
Steini á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkuleikur. Við vorum að spila á móti góðu liði," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, þegar fréttamaður Fótbolta.net spjallaði við hann á æfingasvæði liðsins í Crewe í dag.

Ísland lék í gær gegn Ítalíu í öðrum leik sínum á EM. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

„Á köflum áttum við í erfiðleikum með upp spilið en við vörðumst vel. Svo kom kraftur í lokin og við hefðum getað skorað í lokin. Það er stutt á milli í þessu."

„Við erum að spila á móti erfiðum andstæðingum og það er ekkert sjálfgefið - langt því frá - að við séum að fara að vinna Ítalíu. Við tökum þetta stig út úr þessu og áfram gakk."

Íslenska liðinu gekk erfiðlega að halda í boltann. „Við hefðum getað gert það betur, það er ekkert launungarmál. Stundum er það þannig í fótbolta að þú ert að verjast og ef þú gerir það vel þá geturðu unnið leikinn með því að skora eitt mark."

Ísland er með tvö stig í riðlinum og er ekki úr leik. Við erum enn með örlögin í okkar höndum og við förum áfram í átta-liða úrslit ef okkur tekst að vinna Frakkland í lokaleiknum. Það verður þó hægara sagt en gert því Frakkar eru með besta liðið í riðlinum.

„Möguleikarnir eru fínir. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið Frakka. Þetta er gott lið og allt það, en ég trúi því að við getum unnið þá og við ætlum að gera það. Við höfum ekki unnið leik en við höfum heldur ekki tapað leik. Við höfum séð sterkar þjóðir rasskelltar í þessu móti hingað til. Við höfum fengið á okkur tvö mörk í tveimur leikjum. Ítalir eru hærra á heimslistanum en við og Belgarnir eru á svipuðum stað. Við erum alls ekki ósátt við hlutina, þetta eru bestu liðin í Evrópu og allt hörkuleikir."

„Umræðan um að við eigum að vinna hinn og þennan, það finnst mér mjög sérstakt," sagði Steini.

Hann segir að það skiljanlegt að fólk sé svekkt eftir leikinn í gær þar sem við komumst yfir og fengum færi til að komast í 2-0. „Þetta var hörkuleikur, þetta eru allt góðar þjóðir og það er stutt á milli í þessu."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.

Sjá einnig:
Ísland gæti farið áfram á prúðmennskunni - „Skrítnari hlutir hafa gerst"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner