Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 18. maí 2019 19:12
Ester Ósk Árnadóttir
Gregg: Við vanmátum þá ekki
Gregg var vonsvikinn eftir tap sinna manna í dag.
Gregg var vonsvikinn eftir tap sinna manna í dag.
Mynd: Þór
„Það eru mikill vonbrigði að hafa tapað þessum leik. Við viljum vinna alla heimaleiki," sagði Gregg þjálfari Þórs eftir að lið hans tapaði nokkuð óvænt gegn nýliðum Gróttu á Akureyri í dag.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  3 Grótta

Grótta átti draumabyrjun. Þeir voru komnir 2-0 yfir eftir þrjár mínútur.

„Við vanmátum þá ekki. Við vissum að þeir gætu komið okkur á óvart. Þeir eru með gæði og frábæran þjálfara. Þetta var erfitt strax í upphafi þegar þeir skora tvö mörk á þremur mínútum. Við byrjuðum þennan leik mjög illa og það hefur áhrif á framvindu leiksins."

Vörn Þórs átti í vandræðum með sóknarlínu Gróttu í fyrri hálfleik.

„Vörnin hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjunum en þeir áttu slæman leik í dag. Það getur enginn úr varnarlínu sagt að þeir hafi verið að spila vel í dag og það er eitt af því sem veldur mér vonbrigðum."

Þór byrjaði leikinn mjög illa.

„Við verðum að byrja leiki betur. Við getum ekki bara gefið mörk í upphafi leikja. Við verðum líka að stjórna leikjunum betur. Við verðum að vinna alla heimaleiki og því eru það mikill vonbrigði að hafa tapað þessum."

Aron Kristófer kom inn fyrir Dion Gavin í hálfleik og það gaf Þór aukakraft.

„Við breytum um leikkerfi og förum í 3-4-3. Við náum að skora og höfum trú á því að við munum vinna leikinn sem hljómar kannski kjánalega þegar þú ert undir í leiknum. Svo fær Orri rautt spjald og þá verður þetta meiri brekka."

Orri Sigurjónsson fékk rautt spjald á 61 mínútu sem hafði sín áhrif á leikinn.

„Línuvörðurinn sagði að Orri hefði farið með olnbogann í höfuðið á leikmanni Gróttu en Orri neitar því. Ég tel þetta vera ranga ákvörðun."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner