Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 19. maí 2018 16:07
Ingólfur Stefánsson
Palli Gísla: Fínt að geta spilað 11 á móti 11
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Viðar Gíslason þjálfari Magna var sáttur eftir fyrsta sigur liðsins í Inkasso deildinni í sumar. Liðið vann Víking Ólafsvík 1-0 í Boganum á Akureyri í dag.

„Það er allt annað upplit á mér núna en eftir erfiða byrjun á útivöllum í fyrstu tveimur leikjunum."

Magni fékk tvö rauð spjöld í tapi gegn Haukum í síðustu umferð.

„Það var gaman að geta spilað 11 á móti 11 núna, það fór svolítið í okkur síðast. En þetta var jafn leikur, Víkingur Ólafsvík er með hörkulið en það sem skildi á milli er að okkur langaði hrikalega mikið að koma okkur á kortið í þessari Inkasso deild."

„Við erum með flottan hóp. Stærsta breytingin núna er að við höfum efni á því að missa menn í bönn og meiðsli, það er höfuðverkur að velja í liðið."

„Viðbrögðin hjá þeim sem komu inn í liðið í dag voru þannig að það verður áfram erfitt að velja í liðið."


Magnamenn eru nú með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina.

„Við vissum að þetta yrði erfitt. Þess vegna er mikilvægt að verja heimavöllinn og Boginn er okkar annar heimavöllur en við komumst vonandi á Grenivík fyrir næsta heimaleik."

Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni hér að ofan. Smelltu hér til þess að lesa nánar um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner