Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. febrúar 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær orðaður við Bayern - Bruce til Suður-Kóreu?
Powerade
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: EPA
Bruce vill taka við af Klinsmann.
Bruce vill taka við af Klinsmann.
Mynd: Getty Images
Hinn efnilegi Mathys Tel er orðaður við Bayern.
Hinn efnilegi Mathys Tel er orðaður við Bayern.
Mynd: EPA
Jack Clarke er eftirsóttur.
Jack Clarke er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu þennan þriðjudaginn. Það er nóg að frétta.

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United, er möguleiki sem Bayern München er að skoða ef Thomas Tuchel verður látinn taka pokann sinn. Solskjær er þá hugsaður sem kostur til að stýra liðinu út tímabilið. (Sky í Þýskalandi)

Þýsku meistararnir eru þá með Xabi Alonso, stjóra Bayer Leverkusen, á óskalista sínum. (The Athletic)

Steve Bruce, sem síðast stýrði Newcastle og West Brom, hefur áhuga á því að taka við landsliði Suður-Kóreu eftir að Jurgen Klinsmann var rekinn úr því starfi. (Mirror)

Man Utd hefur áhuga á Mathys Tel (18), framherja Bayern, en umboðsmaður leikmannsins hefur sagt að allir möguleikar verði skoðaðir í sumar. (90min)

Efstur á óskalista Man Utd er Tijjani Reijnders (25), miðjumaður AC Milan og hollenska landsliðsins. (Football Transfers)

Chelsea er að fylgjast með Joshua Zirkzee (22), sóknarmanni Bologna á Ítalíu, en önnur félög eins og Barcelona, Arsenal og Man Utd eru líka áhugasöm. (Teamtalk)

Miðjumaðurinn Joshua Kimmich (29) mun yfirgefa Bayern í sumar ef Thomas Tuchel verður áfram stjóri liðsins. Samband hans við Tuchel er alls ekki gott. (Bild)

Það er ólíklegt að Aston Villa muni kaupa Nicolo Zaniolo (24) frá Galatasaray í sumar en hann hefur verið á láni hjá félaginu á þessu tímabili. Miðjumaðurinn er spenntur fyrir því að fara í ítölsku úrvalsdeildina. (Calciomercato)

Villa er að íhuga að reyna að fá miðjumanninn Oscar Gloukh (19) frá Red Bull Salzburg. (Football Insider)

Phil Giles, yfirmaður fótboltamála hjá Brentford, Paul Mitchell, sem starfaði áður hjá Mónakó, og Tiago Pinto, sem starfaði síðast hjá Roma, gætu tekið við starfi Dan Ashworth hjá Newcastle. (The i)

Arsenal er að skoða það að fá Ollie Watkins (28) frá Aston Villa. (Fichajes)

West Ham hefur áhyggjur af því að Tim Steidten, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, sé ósáttur og ætli sér að fara annað í sumar. (Guardian)

Eric Ramsay, sem er í þjálfarateymi Man Utd, er að taka við sem stjóri Minnesota United í MLS-deildinni. (The Athletic)

West Ham, Crystal Palace og Southampton eru á eftir Jack Clarke, kantmanni Sunderland, sem metinn er á 20 milljónir punda. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner