Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   þri 20. ágúst 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Flosi um frestunina: Aðrir að uppskera af okkar vinnu í fyrra
,,Við Blikar erum oft í því að ryðja brautina"
Flosi Eiríksson.
Flosi Eiríksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur reynir að komast áfram í Sambansdeildina líkt og Breiðablik gerði í fyrra.
Víkingur reynir að komast áfram í Sambansdeildina líkt og Breiðablik gerði í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sætinu í riðlakeppni Sambansdeildarinnar fagnað í fyrra.
Sætinu í riðlakeppni Sambansdeildarinnar fagnað í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í gær var tilkynnt að leik KR og Víkings hefði verið fretað um tvær og hálfa viku vegna þátttöku Víkings í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Framundan eru tveir leikir hjá Víkingi gegn Santa Coloma í umspili fyrir sjálfa Sambansdeildina. Á milli leikjanna gegn Santa Coloma átti Víkingur að spila gegn KR á útivelli í deildinni en þeim leik var frestað.

Á sama tíma í fyrra stóð Breiðablik í ströngu í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið var þá í einvígi við norður-makedónska liðið Struga um sæti í Sambandsdeildinni. Þá vildi Breiðablik fá leik gegn Víkingi frestað en fékk það ekki í gegn.

„Mér finnst gott að þessum leik sé frestað. Auðvitað hefði ég viljað að það hefði verið gert í fyrra, en við Blikar erum oft í því að ryðja brautina, höfum gert það bæði karla- og kvennamegin í Evrópu, og eigum við ekki að segja að þetta sé eitt dæmi um það?" segir Flosi Eiríksson, formaður fótboltadeildar Breiðabliks, við Fótbolta.net.

Breiðablik varð fyrst íslenskra liða til að komast í riðlakeppni Evrópu, fyrst komst kvennaliðið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2021 og svo komst karlaliðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra.

Það er engin fýla núna með að ekki hafi verið hægt að fresta í fyrra?

„Nei nei, við jöfnuðum það algjörlega í fyrra og gerðum grein fyrir því í bréfi og erindi. Svo höldum við bara áfram og horfum á mótið sem nú er í gangi."

„Það er í grunninn alltaf jákvætt að það sé verið að hjálpa liðunum í Evrópu, það var það sem við vorum að segja eins sterkt og við gátum í fyrra, en fengum ekki mikla áheyrn. Eigum við ekki að segja að aðrir séu að uppskera af okkar vinnu í fyrra,"
segir Flosi.
Athugasemdir
banner
banner
banner